VALMYND ×

Fréttir vikunnar 26.-30.apríl 2021

Nýi prentarinn byrjaður að vinna
Nýi prentarinn byrjaður að vinna
1 af 5

Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skólanum og fyrri hluta þessarar viku lék veðrið við okkur og talsvert var um útivinnu hjá nemendum. Yngsta stig var að vinna bæði með áttirnar í umhverfinu og með samanburð á þrívídd og tvívídd og í þeim tilgangi skoðuðu nemendur húsin sem þeir búa í og reyndu að átta sig á hvernig loftmynd af þeim myndi líta út.

Nú þá er rétt að segja frá því að búið er að koma þrívíddarprentaranum okkar í gang eftir talsvert bras þar sem við fengum fjögur gölluð eintök í röð og því hefur þetta verkefni tafist en vonandi náum við að komast af stað með það fyrir vorið.

Við lukum svo vikunni með leikjadegi þar sem nemendur hafa verið svo duglegir að lesa að þeir áttu það svo sannarlega skilið. Veðrið var kannski ekki alveg eins gott og við hefðum viljað en krakkarnir eru hraustir og þó að mörgum væri kalt náði gleðin að vega upp á móti því. Unglingastigið skipulagði hópleiki sem fóru fram á fimm stöðvum, þar var meðal annars farið í leikina flækja og gulrót og ekki má gleyma skotboltanum sem er uppáhaldsleikur nemenda hér í skólanum. Eftir hádegi spiluðum við svo gogg sem er skyldur fótbolta en leikmenn hafa mjög takmarkað útsýni eins og sjá má hér í myndasafni frá deginum.

Við viljum svo minna ykkur á að enn gildir vetrartími hvað varðar útivist barna og mikilvægt er að foreldrar séu samstíga um að virða hann.

Bestu kveðjur og hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í skólanum