VALMYND ×

Fréttir vikunnar 9. - 13. október

Íþróttahátíðin í Bolungarvík var haldin þessa vikuna en unglingastigið fór þangað. Veðrið var eitthvað að stíða okkur og því var tekin sú ákvörðun að sleppa ballinu að þessu sinni. 

Það voru smiðjuskipti í þessari viku hjá yngsta og miðstigi, eins og undanfarin ár eru smiðjur kenndar í lotum. Að þessu sinni eru smiðjurnar smíðar, myndmennt og upplifun hjá yngsta stigi en smíðar og myndmennt hjá miðstigi. 

Næsta vika verður stutt þar sem vetrarfrí hefst fimmtudaginn 19.október hjá nemendum.