VALMYND ×

Fyrsta heila skólavikan

Það er mikilvægt að vita hvað er að vera hjálplegur
Það er mikilvægt að vita hvað er að vera hjálplegur

Nú er fyrsta heila skólavikan liðin og hún gekk mjög vel. Við höfum verið að leggja grunn að vinnulagi vetrarins og ræða með nemendum um hvernig við viljum vinna saman sem hópur sem ætlar að hjálpast að við að skapa gott vinnuumhverfi sem styður við þroska og framfarir.

Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfum við öll að vinna skipulega að því að skapa það umhverfi sem við teljum vænlegast í því samhengi og myndin sem fylgir þessari frétt er af því niðurstöðum miðstigs eftir að hafa skilgreint hvaða framkoma er hjálpleg í kennslustundum og jafnframt hvernig framkoma er ekki hjálpleg. Eins og þið sjáið af þessu vita nemendur algjörlega hvernig þarf að haga sér til að umhverfið þeirra sé styðjandi og það er svo okkar allra að hjálpa þeim við það. Auðvitað vitum við að það mun bregða út af þessu en við ætlum öll að gera okkar besta til að láta þetta verða að veruleika og læra af mistökum okkar.  

Sundkennslan hefur gengið samkvæmt áætlun og sundkennarinn hefur haft orð á að börnin í okkar skóla séu flest mjög vel synd og alveg frábærlega kurteisir nemendur.

Á mánudaginn förum við í ferð til Ísafjarðar á viðburðinn ,,List fyrir alla" að þessu sinni er nemendum boðið á listdanssýningu og stutta kennslustund að henni lokinni. Við ætlum að nýta ferðina og fara í líka í kynningarferð á bókasafnið og skoða ljósmyndasýningu í Edinborgarhúsinu.  Nemendur munu því ekki verða í skólahúsnæðinu í nestistíma á mánudag og haga þarf nesti samkvæmt því.  Við komum svo heim um hádegisbil og fáum mat í skólanum þegar við komum.  Kennsla verður samkvæmt stundaskrá þegar við komum heim.

Vel gekk að safna saman blöðunum um hádegishlé, mjólkuráskrift og mentoraðstoðina og þeir sem vildu þiggja aðstoð við mentor fá hringingu frá okkur bráðlega.

Kveðja starfsfólkið í skólanum.