VALMYND ×

Heimsókn frá Björgunarsveitinni Björg

Yngri hópur fékk mjög svo skemmtilega heimsókn um daginn frá Björgunarsveitinni. Þau hafa verið að læra um hafið undanfarnar vikur, líf í hafinu, fiskveiðar og svo núna öryggi á sjó. Eftir að hafa lært um starf björgunarsveitar og þá miklu vinnu sem björgunarsveitarmeðlimir leggja á sig í þágu almennings tóku þau ákvörðun um að skrifa björgunarsveitinni bréf og þakka þeim fyrir allt sem þeir gera fyrir okkur íbúana á Suðureyri. Síðan kom hann Valur í heimsókn og nemendur fengu að prufa hjálminn hans og ljósið og læra um sögu Björgunarsveitarinnar Bjargar og bíða öll spennt eftir nýjum bát sem von er á í byrjun næsta mánaðar. Í lokin fengu svo allir lyklakyppu að gjöf og voru þau mjög þakklát fyrir. 

Takk fyrir okkur Björgunarsveitin Björg.