VALMYND ×

Helstu fréttir vikunnar 18. - 22. september

Þessa vikuna er búið að vera nóg um að vera. Lestrarpróf hafa verið lögð fyrir flesta nemendur.

Í gær fimmtudag komu þær, Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir grafískur hönnuður, til okkar með listasmiðjuna Svakalegar sögur. Þar fóru þær yfir það hvernig búa má til sögur og gera myndir, hvar þær fá hugmyndir og fleira. Blær teiknaði mynd eftir hugmyndum frá nemendum og Eva Rún bjó til sögu eftir spjöldum og hugmyndum frá nemendum. Þetta var mjög skemmtilega smiðja og allir vel virkir. 

Í dag, föstudag, var síðan lokahátíð Barnamenningarhátíðarinnar Púkans haldin. Unglingarnir okkar fóru út í Bolungarvík en mið- og yngstastig á Ísafjörð í Edinborgarhúsið. Sýnt var frá því sem nemendur höfðu gert á hátíðinni. Einnig komu þeir Gunni og Felix í heimsókn í Edinborgarhúsið og skemmtu krökkunum. Í Bolungarvík var það hann Pálmi Freyr leikari sem sá um að kynna atriðin þar.  

Á þriðjudaginn í  næstu viku verður námsefnakynning fyrir foreldra. Tímasetning er eftirfarandii. 

Foreldrar yngsta stig klukkan 16:30 - 17:00
Foreldrar miðstig klukkan 17:00 - 17:30 
Foreldrar elsta stigs 17:30 - 18:00