VALMYND ×

Helstu fréttir vikunnar 30.sept-4.okt.

Lestrartré sem mun vonandi safna mörgum laufum.
Lestrartré sem mun vonandi safna mörgum laufum.
1 af 6

Fréttir vikunnar 30.sept- 4.okt

Lestrartré

Lestur einn af grunnþáttum menntunar og mikilvægt að ná góðum tökum á honum til að eiga auðveldara með að afla sér upplýsinga með sjálfstæðum hætti.  Við ætlum að nota tréð sem nemendur gerðu vegna Erasmus-verkefnisins til að telja bækur sem við lesum um leið og við stofnum til keppni milli nemenda og starfsmanna um fjölda lesinna bóka á skólaárinu svo endilega hvetjið krakkana til að lesa sem mest.

Öðruvísi-leikar

Í dag fóru nemendur 1.-7.bekkjar á hina árlegu ,,Öðruvísileika“ sem að þessu sinni voru haldnir í Súðavík.  Þar var glens og gaman um leið og nemendur reyndu á sig við leik og samvinnufærni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Íþróttir

Í næstu viku hefjast inniíþróttir og þá er mikilvægt að allir séu með íþróttaföt og innanhússkó.  Síðasti sundtíminn í bili verður svo á næsta þriðjudag og við hefjum svo leikinn aftur eftir páska.

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Íþróttahátíðin í Bolungarvík verður haldin næstkomandi fimmtudag.  Endanleg dagskrá er ekki komin en eins og undanfarin ár verður nemendum 8.-10.bekkjar  raðað saman í lið þvert á skóla.  Liðin keppa svo í fjölbreyttum íþróttagreinum. Í lokin er svo ball og þar eru viðurkenningar veittar. 

Foreldrafundurinn

Í tengslum við þróunarverkefni grunn- og leikskólans ,,Náum betri árangri saman“ er á áætlun að halda sameiginlegan foreldrafund þar sem meðal annars verður farið yfir réttindi og skyldur foreldra í íslenska skólakerfinu og að því loknu verða samræður um hvað við getum gert saman til að ná betri árangri.  Nú er búið að dagsetja þennan fund, hann verður þann 23.október kl.18:00 – 20:00 og ég bið ykkur að taka þennan tíma frá.  Túlkað verður á pólsku, ensku og tælensku á fundinum.