VALMYND ×

Í næstu viku

Eins og staðan er núna vitum við ekki betur en að við megum hefja skólastarf í næstu viku. Það verða þó ennþá sömu takmarkanir og við vorum með fyrir páskafrí. Það er nemendur ljúka skóladegi um hádegi, ekki má nota búningsklefa og kennarar og nemendur fara ekki á milli hópa. Þetta þýðir að unglingastigið mætir kl. 8:10 og nemendur fara á ólíkum tímum í frímínútur. Eins og fyrir páska bjóðum við nemendum inn einum og einum í einu eftir því sem þeir koma í skólann að morgni og gætum þess að nemendur úr ólíkum hópum séu ekki í anddyrinu á sama tíma. Við erum ekki laus úr sóttvarnaaðstæðum og verðum að halda þetta út aðeins lengur. 

Við höfum vonandi öll lært heilmikið í þessum skrýtnu aðstæðum og við í skólanum hlökkum til að hitta krakkana á mándagsmorgun.