VALMYND ×

Jól í skókassa

1 af 4

Nemendu í 4. - 7. bekk tóku þátt í hinu alþjóðlega verkefni Jól í skókassa. Verkefnið snýst um að útbúa jólagjöf handa börnum sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Safnað hefur verið ritföngum, leikföngum, sælgæti, fötum og hreinlætisvörum i skókassa með styrkjum frá Klofning, Íslandssögu, kvenfélaginu Ársól og heimafólki. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir fyrir. 

Alls fylltu nemendur 41 skókassa af dásamlegum jólagjöfum!