VALMYND ×

Jól og áramót

Ágætu foreldrar

Í okkar huga tilheyra jól og áramót mestu hátíðisdögum ársins.  Flestir eiga frí frá vinnu og leggja sig fram um að njóta daganna með vinum og ættingjum. Hvernig sem skipulag og hefðir hátíðarinnar eru hjá okkur er gott að muna að samvera er það mikilvægasta  sem við getum gefið börnunum okkar.  Það að taka frá tíma til að spila og leika saman skapar börnunum dýrmætar minningar sem þau búa að alla ævi og leggur grunn að því að færa fjársjóði reynslu og þekkingar milli kynslóða. 

Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og hlakka til að hitta nemendur hressa og káta mánudaginn 7.janúar.