VALMYND ×

Jólahefðir í Safnahúsinu

Allur skólinn hélt til Ísafjarðar í morgun til að fara á sýningu um hinar ýmsu jólahefðir sem tíðkast í heiminum. Skrítnasta hefðin kom frá Katalóníu. En þar er svokallaður kúkadrumbur sem kúkar jólagjöfum ef hann er laminn með priki. Súr gúrka á jólatré fannst þeim fyndið skraut á jólatréð en slíkt tíðkaðist líklega í Þýskalandi/Bæjaralandi í gamla daga.