VALMYND ×

Jólakveðja

Hurðaskreyting með qr kóða
Hurðaskreyting með qr kóða
1 af 5

Þessi vika hefur einkennst af jólastússi og gaman hefur verið að sjá hversu hugmyndaríkir kennararnir eru að finna verkefni sem tengjast bæði námsgreinum grunnskólans og jólunum.  Í áhugasviðsverkefninu var unnið með þemað ,,jólamyndir“ og út frá því skreyttu nemendur hurðar skólans. Þeir lærðu jafnframt að setja inn qr kóða með upplýsingum eins og sjá má á einni af myndunum sem fylgja þessari frétt. Ef tekin er mynd af kóðanum fást upplýsingar um út frá hvaða bíómynd útfærslan er og hvaða stærðfræði kom við sögu við gerð skreytingarinnar.

Í dag héldum við litlu jólin með óvenjulegu sniði sem kennir okkur um leið að það er alveg hægt að víkja frá hefðum og það getur bara verið skemmtilegt þegar fólki tekst að gera það besta úr því sem hægt er eins og við teljum að hafi verið gert hér í dag. Allir lögðu sig fram um að gera daginn skemmtilegan, við fengum óvænta heimsókn frá jólasveinunum frá Þingeyri, heimajólasveinarnir létu einnig sjá sig og gáfu krökkunum mandarínur, nemendur skiptust á pökkum og kennararnir lásu sögur og sungu með hópunum sínum. Svo fengu allir að prófa sleða jólasveinsins sem búinn er að vera í smíðum hjá fablab-hópnum undanfarnar vikur. Þau hafa að vísu notið góðrar aðstoðar sem sýnir einmitt hvað hægt er að gera þegar allir hjálpast að.

Skólablaðið verður væntanlega selt í byrjun næstu viku.

Við óskum ykkur góðrar hátíðar og vonum að allir hafi það sem best.

Skólinn hefst aftur þriðjudaginn 5.janúar samkvæmt stundaskrá.

Bestu jólakveðjur frá starfsfólkinu í skólanum.