VALMYND ×

Keywe kynning

Í gær fengu starfsmenn og nemendur kynningu á Keywe hugbúnaðinum frá Ólafi Stefánssyni. Keywe er forrit sem gerir kennurum og nemendum kleift að vinna skólaverkefni á tölvum og spjaldtölvum á skemmtilegan og skapandi hátt. Nemendur geta notað keywe til að halda utan um nám sitt, hugmyndir og markmið. Kennarar geta síðan notað það til að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem eru unnin.