VALMYND ×

Krakkarnir í hverfinu- Leiksýning fyrir yngsta stig

Við fengum leiksýninguna til okkar 20. október s.l

Krakkarnir í hverfinu er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um ofbeldi og mikilvægi þess að börn segi frá. Brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í. Jóhanna segir frá því hvernig kærasti mömmu hennar snerti hana á óviðeigandi hátt og hvaða hjálp hún fékk eftir að hún sagði frá. Stefán segir vini sínum frá því hvernig mamma Stefáns beitti hann ofbeldi og hvernig þau fengu bæði hjálp eftir að hann sagði kennaranum sínum frá.

Af hverju Krakkarnir í hverfinu? Með því að nota brúður til að tala við og svara spurningum um þennan viðkvæma málaflokk er oft hægt að ná betur til barna.