VALMYND ×

Listavali unglingastigsins lokið

1 af 2

Nú eru lok á haustvali nemenda unglingastigsins.   Góður hópur nemenda sem kusu listir unnu að þessari lágmynd af Suðureyri.  Þau vörpuðu mynd af Suðureyri sem var tekin frá Langodda, upp á nokkuð stóra krossviðsplötu.  Síðan drógu þau útlínur myndarinnar á plötuna.  Að svo búnu platan platan  söguð niður í 9 hluta og skiptu nemendur með sér hlutunum.  Nemendurnir bjuggu svo til pappamassa úr dagblaði og gæddu myndina þrívídd með honum  þannig að úr varð lágmynd af Suðureyri. Þau máluðu svo myndina sem síðan var sett saman, m.a. með hjálp Jóhannesar Aðalbjörnssonar sem ræður ríkjum í smíðastofunni. Veruleg ánægja er með myndina meðal þeirra sem að komu.