VALMYND ×

Litla íþróttahátíðin

1 af 3

Litla íþróttahátíðin fyrir 1. - 7. bekk var haldin í Súðavík 11. maí s.l. Grunnskólinn á Þingeyri og Flateyri tóku einnig þátt. Öllum nemendum var skipt upp í hópa sem flökkuðu á milli sjö stöðva þar sem hin ýmsu verkefni voru leyst. Krakkarnir skemmtu sér vel á þessari hátíð og fengu síðan pizzu í hádegismat. Takk fyrir okkur Grunnskólinn í Súðavík!