VALMYND ×

Myndlistamaður í heimsókn

1 af 2

Halla Birgisdóttir kom og hitti 7. til 10. bekk í dag í tilefni degi myndlistar. Heimsókn Höllu er hluti af verkefni sambands íslenskra myndlistamanna sem gengur út á að listamenn heimsæki skóla eða skólar fari og heimsæki myndlistarmenn.

Halla ræddi við nemendur um tilgang listar og fór yfir hvernig list hún skapar. Leið hennar að listinni, en hún setti sér t.d. það markmið að teikna eina mynd á hverjum degi. Halla teiknar myndir, býr til bækur með myndum og texta við þær og gerir stutt myndbönd þar sem teikningar hennar hreyfast.

Halla hvatti nemendur til að fara á listsýningar og rækta þá list sem þau hafa áhuga á. Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina.