VALMYND ×

Ný húsgögn

Nemendur sitja og lesa í nýju stólunum.
Nemendur sitja og lesa í nýju stólunum.

Elstu nemendur skólans fengu nýja stóla til reynslu á mánudaginn og ef þeir reynast vel verða keyptir fleiri, þannig að 7. – 10. bekkur verði á hæðastillanlegum stólum. Nemendur voru virkjaðir í að setja saman stólana og gekk það mjög vel.

Einnig eru komnir nýir púðar og teppi inn í „nýja“ rýmið hjá yngstu nemendunum, ásamt sófa sem skólinn fékk gefins frá Fisherman. Hugsunin er að þar verði hægt að slaka á, lesa og hafa það náðugt.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.