VALMYND ×

Ný húsgögn

1 af 3

Í dag aðstoðuðu eldri nemendur við að setja saman nýja stóla fyrir mið hópinn okkar. Í fyrra fengum við stóla fyrir eldri nemendur og næst á dagskrá að skoða vinnuaðstöðu yngri nemenda. Það er mikilvægt að hver nemandi geti stillt borð eða stól þannig að vinnuaðstaða hans sé góð. Eldri nemendur stóðu sig með prýði og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.