VALMYND ×

Nýjar bækur á bókasafnið

1 af 2

Um 40 nýir titlar bættust við bóksafnið í dag. Þannig nú er rétti tíminn fyrir nemendur til að klára þær bækur sem þeir eru með og finna sér góða bók til að lesa fram að jólum. Við höfum ákveðið að byrja nýja hefð í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Nemendur í 4. bekk fá að velja sér bók sem þeir fá fyrstir lánaðar. Við höfum merkt bækurnar eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þannig framvegis viti allir hver valdi bókina upphaflega.

Við hvetjum alla til að gefa bækur í jólagjafir og gefa sér tíma til að lesa fyrir og með börnum.