VALMYND ×

Nýsköpunarnámskeið á Ísafirði

Sigurvegarar Nýsköpunarkeppni Vestfjarða
Sigurvegarar Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Undanfarna 3 daga hafa nemendur í eldri hóp tekið þátt í nýsköpunarnámskeið sem endaði með nýsköpunarkeppni grunnskóla á Vestfjörðum í dag. Eins og venja er voru þau samfélaginu og skólanum til mikils sóma. Unnu hugmyndir sýnar vel og hlutu verðlaun fyrir góða frammistöðu.

Þrír hópar skipuðum nemendum frá Grunnskólanum á Suðureyri tóku þátt. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar. Einn hópur var með hugmynd um heyrnatólahulstur fyrir síma. Annar með skjöld eða grímu sem hægt er að setja í hettur til að verjast vondu veðri og sá þriðji var með hugmynd af appi þar sem skipuleggjendur allskonar viðburða geta skráð þá inn og notendur séð allt sem er að gerast í þeirra umhverfi.

Appið Ské? fékk önnur verðlaun í keppninni og Stormgríman fyrstu verðlaun. Vægast sagt frábær árangur hjá þessum flottu krökkum.

Hér má finna fleiri myndir frá námskeiðinu.