VALMYND ×

Nýtt skólaár að hefjast

Ágætu Súgfirðingar

Mér hefur verið falið það hlutverk að leiða skólann ykkar í vetur meðan Þormóður er í leyfi.  Skólinn er ein af mikilvægustu stofnunum hvers samfélags því þar fer fram menntun og félagsmótun unga fólksins.  Ég mun leggja mig fram um að gera það sem ég get til að starfið í skólanum vaxi og dafni í sátt við samfélagið.  Hlutverk okkar allra er að hjálpa börnum og unglingum að byggja upp verkfæri til að takast á við framtíð sem við vitum ekki hvernig verður.  Þess vegna þurfum við að hjálpast að við að skapa samfélag sem einkennist af hæfilegri blöndu af metnaði og umhyggju, aga og frelsi, sköpun og leiðbeiningum svo krakkarnir hafi getu til að takast á við þau verkefni sem lífið mun krefjast af þeim.  Ég hlakka til samstarfs við ykkur öll, nemendur, foreldra, starfsmenn og aðra íbúa, því skólinn þarf að vinna með samfélaginu og samfélagið með skólanum. 

Ég er komin til starfa og ef einhver vill koma við til skrafs og ráðgerða er það velkomið.

Kveðja

Jóna Benediktsdóttir