VALMYND ×

Ruslatínslugöngutúr

Nemendur úr 7.- 10.bekk fóru í morgunsárið í ruslatínslugöngutúr. Gengið var framhjá Íslandssögu sem leið lá að nýju búðinni, út á Eyrargötu og til baka um Aðalgötu. Göngutúrinn tók ekki nema um 30 mínútur, en magnið af rusli sem fannst á leiðinni var með ólíkindum. Mest var um sígarettustubba og umbúðir utan af matvöru ýmiskonar. 

Markmiðið með slíkum göngum er að vekja áhuga og athygli nemenda á umhverfinu, rusli og umgengni mannsins við náttúruna. 

Meðfylgjandi mynd sýnir brot af því rusli sem tínt var.