VALMYND ×

Samræmdum könnunarprófum lokið

1 af 3

Samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. Bekk er nú lokið. Þetta var í fyrsta sinn sem prófin eru höfð rafræn og gekk það einkar vel.

Það voru nokkuð stressaðir en spenntir 7. bekkingar og öllu rólegri 4. bekkingar sem þreyttu samræmd könnunar próf síðustu tvær vikurnar. Í fyrsta sinn voru prófin rafræn og gekk fyrirlögnin mjög vel. Þetta er spennandi kostur til framtíðar og býður upp á það að prófin verði einstaklingsmiðaðri og mæli betur hvar nemandinn stendur. Næstu samræmdu könnunarpróf eru síðan í mars hjá 9. og 10. bekk. Við hlökkum til að vinna áfram með þetta kerfi og fylgjast með því vaxa og dafna.