VALMYND ×

Samstarf við Íslandssögu og fleira

1 af 7

Þessa vikuna bar hæst hjá okkur samstarf við Íslandssögu, en fyrirtækið bauð nemendum mið- og elsta stigs í heimsókn í vikunni.  Þetta var sannkölluð fræðsluheimsókn því nemendur fengu bæði fyrirlestur um starfssemi fyrirtækisins og skoðunarferð um vinnsluna.  Að heimsókninni lokinni fékk náttúrfræðikennarinn, hann Jóhannes, ýmsar fiskitegundir með sér í skólann til að leyfa krökkunum að rannsaka þá frekar. Við þökkum kærlega fyrir þetta boð og höfðinglegar móttökur.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skín vinnugleðin af nemendum í rannsóknarvinnunni.  Heimboð af þessu tagi gera okkur kleift að auka fjölbreytni í skólastarfinu. 

Við fengum líka nokkra gesti sem lásu fyrir nemendur og þökkum þeim kærlega fyrir komuna og framlag þeirra til skólastarfins, það er ákaflega mikilvægt að nemendur sjái að fleiri lesa en bara þeir sem eru í skóla.