VALMYND ×

Síðasta vikan

Nú er síðustu heilu vikunni í skólanum lokið.  hefð hefur skapast fyrir því að geyma mörg þeirra verkefna sem fela í sér útiveru til þessrar síðustu daga í von um betra verður og þannig hefur það einnig verið núna.  Nemendur hafa hjólað á ísafjörð, út í Staðardal, gróðursett plöntur, róið á kajak og margt fleira skemmtilegt þessa viku.  Síðasti fulli skóladagurinn á þessu skólaári er svo á manudaginn.  Þá gerum við ráð fyrir að fara í ratleik og í sund með nemendur og enda svo í pylsugrilli í hádeginu.  Skólaslit verða svo á þriðjudaginn.  Nemendur 1.-7. bekkjar eiga að koma klukkan 11:00 og nemendur unglingastigs kklukkan 17:30.  Það væri gaman ef  sem flestir foreldrar gætu mett með börnum sínum á skólaslitin.