VALMYND ×

Skíðaferð í blíðviðri

Það var þreyttur og sæll hópur sem kom heim í gær af skíðasvæðinu í Tungudal. Veðrið var frábært og nemendur skemmtu sér konunglega. Eins og alltaf voru þau sér og okkur öllum til mikils sóma. Færið hefði mátt vera betra, snjórinn blautur og hraðinn eftir því. Þau létu það þó ekki á sig fá og sumir gleymdu jafnvel að fá sér nesti því fjörið var svo mikið. Við tókum að sjálfsögðu fullt af myndum og þær má sjá hér.