VALMYND ×

Skólabyrjun

Skólastarfið fer vel af stað og krakkarnir eru duglegir og áhugasamir.  Vel hefur gengið að fá til baka samþykkið vegna myndbirtinga og trúnaðaryfirlýsingu foreldra og ég þakka ykkur fyrir það.  Á morgun munu nemendur í 6.-10.bekk fá enn eitt eyðublaðið sem þið eruð beðin um að skoða.  Það er vegna þátttöku skólans í Skólapúlsinum.  Til þessa hefur verið nóg að láta vita ef maður vill ekki að barn taki þátt en í þessu breytta umhverfi sem við erum í núna þarf að samþykkja þátttöku.  Samþykki gildir meðan barnið er í skólanum. Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins gefa okkur upplýsingar um hvernig nemendum líður í skólanum og þannig notum við þær til að bæta skólastarfið.  Þessar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar.