VALMYND ×

Skólaferðalag

Góðan dag

Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið í skólaferðalagi þessa vikuna. Ferðin hófst með því að fara norður á Bakkaflöt. Veðrið lék við ferðalangana og var orðið ansi heitt í bílnum. Því var stoppað oft á leiðinni til að kæla sig niður. Þegar komið var á áfangastað var farið á hestbak og í loftbolta. Á öðrum degi var farið í flúðasiglingu, litabolta og klettaklifur. Nemendur sögðu að allt þarna væri geðveikt gaman! Matur og gisting til fyrirmyndar einnig. 

Á miðvikudegi var keyrt til Reykjavíkur. Byrjað var á að fara í Fly Over Iceland og bíó í Lúxus sal. Á fimmtudeginum var farið í Húsdýragarðinn, aðeins verslað og slappað af en um kvöldið var farið út að borða, í keilu og í ísbíltúr. Keyrt er vestur í dag, föstudag og áætluð heimkoma er kl 16.