VALMYND ×

Skólasýning

Í ár var skólasýningin með öðru sniði. Í tilefni þess að Háskólalestin var á Suðureyri færðum við hana á laugardag og fengum leikskólann með okkur og héldum skólasýningu leik- og grunnskóla hátíðlega saman í grunnskólanum.

Dagurinn var í alla staði frábær. Nemendur sýndu muni og verkefni sem þau hafa unnið í vetur ásamt því að allir skemmtu sér konunglega í þeim fjölmörgu verkefnum sem í boði voru hjá Háskólalestinni. Kaffisalan gekk framar vonum hjá nemendaráðinu og kunnum við þeim og öðrum sem lögðu okkur lið með fjölbreyttum og gómsætum réttum sérstakar þakkir.

Hér má skoða myndir frá skólasýningunni.

 

Ég þakka nemendum, foreldrum, öðrum gestum og starfsfólki kærlega fyrir frábærann dag.