VALMYND ×

Skólasýning og Háskólalest á Suðureyri

Laugardaginn 20. maí frá klukkan 13:00 til 15:00. Verður skólasýning leikskólans og grunnskólans í íþróttahúsinu og grunnskólanum. Á sama tíma eða frá 11:00 til 15:00 verður Háskólalestin í íþróttasalnum og skólanum. Kaffisala verður í yngri hópa stofunni frá 13:00 til 15:00 og kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn, en frítt er fyrir nemendur í grunnskólanum á Suðureyri og Tjarnabæ. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda og til foreldrafélag leikskólans.

Háskólalestin ferðast um landið með lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og býður einnig upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Haldnar eru vísindaveislur fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, og frábærum efnafræðitilraunum. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna.