VALMYND ×

Snorri kvaddur

Kveðjustund
Kveðjustund

Í gær kenndi Snorri Sturluson sinn síðasta tíma sem starfsmaður Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur tóku óvænt á móti honum eftir tímann og knúsuðu og þökkuðu honum fyrir. Snorri byrjaði kennsluferilinn sem farandkennari í Grunnskóla Gufudalshrepps. Hann kom til starfa á Suðureyri 1983 og kenndi við skólann til ársins 1990. Hann lagði stund á útgerð og sjómennsku en kom svo aftur til starfa sem kennari árið 2005 og tók svo við sem skólastjóri 2012. Við kveðjum Snorra með söknuði. Við þykjumst eiga von á honum í heimsókn þegar hann hefur tök á og það er aldrei að vita nema hann komi til okkar og kenni í framtíðinni. Hægt er að skoða fleiri myndir hér og hér er myndband.