VALMYND ×

Starfsdagur eftir hádegi


Starfsdagur alls starfsfólks Ísafjarðarbæjar fer fram fimmtudaginn 24. október milli klukkan 12.30 og 16.00 í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Starfsdagurinn er ekki hluti af innra starfi stofnana bæjarins, líkt og hefðbundnir starfsdagar eru, og í einhverjum tilvikum er hann því ekki skráður t.d. á skóladagatöl. Hver og ein stofnun ákveður lokunartíma, enda getur hann verið mismunandi eftir vegalengd á milli staða. Eins og auglýst hefur verið er skólinn hjá okkur lokaður frá kl.12:00 vegna þessa.
Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.Kveðja

Jóna