VALMYND ×

Stóra upplestrarkeppnin

Í morgun fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninar á Flateyri. Nemendur í 7. bekk frá Flateyri, Þingeyri og Suðureyri tóku þátt. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í aðalkeppninni, Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram á Ísafirði á fimmtudaginn.

Allir keppendur stóðu sig með prýði og voru dómarar ekki öfundsverðir að þurfa að velja aðeins þrjá fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni. Þannig fór að Bríet frá Þingeyri, Sigrún frá Flateyri og Hera Magnea frá Suðureyri voru valdar. Við óskum Heru okkar til hamingju með þetta og þökkum kærlega fyrir flotta keppni og skemmtilegt tónlistaratriði á Flateyri.