VALMYND ×

Stuttmyndagerð

Eitt af valfögum haustsins fyrir efsta stig var stuttmyndagerð. Fyrsta verkefni hópsins var að gera auglýsingu, og var hópnum skipt í tvennt. Annar hópurinn gerði auglýsingu fyrir sundlaugina, sem má sjá hér.

 Hinn hópurinn gerði auglýsingu fyrir búðina sem má sjá hér.

 Unglingarnir þurftu að sjá sjálf um að semja handrit, taka upp, klippa og setja inn tónlist og/eða önnur hljóð. Afraksturinn er glæsilegur eins og má sjá, og verður áhugavert að sjá hvert næsta verkefni, sem er stuttmynd, leiðir hópinn.