VALMYND ×

Þorgrímur Þráins á Þingeyri

Nemendur í mið og eldri hóp fóru á Þingeyri með viðkomu á Flateyri þar sem við tókum með okkur nemendur þaðan.

Á Þingeyri fóru nemendur skólanna í leiki og unnu verkefni ásamt því að fara á fyrirlestra hjá Þorgrími Þráins. Eldri hópur fór á fyrirlestur um að taka ábyrgð á eigin lífi ,,Verum ástfangin af lífinu". Mið hópur fékk að heyra um landsliðið og hvað gekk á á EM í Frakklandi. Einnig kynnti Þorgrímur fyrir þeim nýja bók ,,Henri og hetjurnar". Hann fór yfir hvernig hann hugsar sögu, býr til söguþráð og gerir sögur spennandi.


Við þökkum Þorgrími fyrir frábæra fyrirlestra og Flateyringum og Þingeyringum fyrir góða samveru.