VALMYND ×

Tónlist fyrir alla

 

Í dag komu Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir frá „Tónlist fyrir alla“ verkefninu í heimsókn í skólann. Þau kynntu söngleiki fyrir nemendum og tóku meðal annars lög úr Hárinu, Gauragangi og Litlu hryllingsbúðinni.

Þau skálduðu á staðnum, með aðstoð krakkana, frumsamda söngleikinn „Syngjandi blóm“. Hann fjallar um Fiónu sem er með syngjandi blóm í hárinu sem stundum valda henni erfiðleikum (t.d. þegar hún vill fara að sofa, en þau syngja bara og syngja) og er ástfangin af bæði góða snjóhúsa eigandanum Magnúsi sem vinnur við að drepa dreka í Rúmeníu og vonda strákúst eigandanum Karl Ágúst. Allt endaði þetta þó vel því eftir að Karl Ágúst laug að henni að dreki hefði flogið í burtu með Magnús, þá ákvað hún að vera bara með Dísu vinkonu sinni og þær lifðu hamingjusamar til æfi loka.

Nemendur skemmtu sér vel, sungu bæði og dönsuðu. Við þökkum „Tónlist fyrir alla“ kærlega fyrir heimsóknina.