VALMYND ×

Upplestrarkeppni hjá 7.bekk

1 af 3

Fimmtudaginn 22.febrúar var haldin upplestrarkeppni 7.bekkinga hér í Grunnskólanum á Suðureyri. 11 nemendur úr 7.bekk á Grunnskólum Þingeyrar, Önundarfjarðar og Suðureyrar öttu kappi og var dómnefnd skipuð einvalaliði Súgfirðinga þeim Þóru Þórðardóttur og Kristínu Ósk Egilsdóttur. Yfirdómari var Guðrún Birgisdóttir. Keppnin tókst með eindæmum vel og voru þrír nemendur valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hömrum þann 13.mars næstkomandi. 

Við hér í grunnskólanum erum svo lánsöm að tveir okkar nemenda komust áfram í Stóru upplsestrarkeppnina, þau Stefán Chiaophuang og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir. Nemandi í Grunnskóla Önundarfjarðar komst einnig áfram, Sylvía Jónsdóttir. 

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.