VALMYND ×

Upplestrarkeppnin á Ísafirði

1 af 3

Nemendur okkar þau Stefán Chiaophuang og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir stóðu sig með miklum ágætum og urðu sjálfum sér og okkur öllum til sóma í Stóru Upplestrarkeppnni sem fram fór í Hömrum 13.mars síðastliðinn. 

Fyrst lásu keppendur brot úr sögu eftir Sigrúnu Eldjárn, svo ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum lásu þau ljóð að eigin vali. Keppnin var hin skemmtilegasta og fluttu nemendur Tónlistarskólans á Ísafirði tónlist á milli atriða og höfðu nemendur úr Grunnskóla Ísafjarðar verið svo góð að baka pönnukökur og annað góðmeti, sem keppendur og gestir fengu að njóta góðs af í hléi. 

Við þökkum Stefáni og Svanfríði kærlega fyrir keppnina og hlökkum til keppninnar á næsta ári.