VALMYND ×

Úti föstudagar í náttúrufræði

Síðustu Þrír föstudagar í náttúrufræði hafa verið útidagar hjá 1-4 bekk, þann fyrsta fórum við hringinn í kringum bæði tjörnina og lónið og markmiðið var að taka myndir af því sem við myndum finna sem væri lyfandi en það var margt þarna sem ekki var lengur lifandi en okkur þótti merkilegt sem við tókum líka myndir af. Börnin voru mjög dugleg að skoða allt og finna út hvað væri lifandi og hvað ekki.

Á föstudaginn í síðustu viku þá fórum við á hafnarsvæðið og heimsóttum þar nokkra vinnustaði. Við heimsóttum litla Klofning og sáum vinnsluna þar, við heimsóttum beitningaskúrinn þar við hliðina á og heilsuðum upp á fólkið. Við röltum á bryggjunni og skoðuðum lífið við bryggjuna. Við kíktum í Hrefnu skúrinn, börnin voru mishrifin af því að fara í beitningaskúra enda finnst þeim mörgum hverjum ekki góð lykt þar. Þau börn sem vildu fengu að spreyta sig við beitninguna og gekk það bara ágætlega vel hjá þeim sem vildu prufa. Við fengum fræðslu um harðfiskvinnslu og Adda kom með harðfisk handa okkur til smakka en við þurftum að berja hann sjálf með hamri sem var mikið sport fyrir marga. Síðan var ferðinni haldið áfram í smiðjuna til Gumma Karvels og þar fengu börnin að fræðast um vinnuna sem fer fram þar, hann sýndi þeim hvernig tækin virkuðu og myndir af hlutum sem hann hefur búið til.

Krakkarnir skemmtu sér vel og höfðu gaman af að heimsækja alla þessa staði og þökkum við fyrir góðar viðtökur.

Í dag fórum við í skóginn og var markmiðið að skoða hvernig gróðurinn og annað líf hefur tekið við sér eftir veturinn. Fróðlegt er að sjá hversu fljótur gróðurinn er að taka við sér um leið og fer að hlýna hjá okkur. Þar fundum við orma, snígla, fugla, köngla og svo fundum við leyfar af dánum fugli sem var mjög spennandi að matri sumra. Það rigndi mikið á okkur í morgun og var ferðin því syttri en áætlað var og enduðum við inni í kennslustofu að hafa það gott og gaman.

 

Til að sjá fleiri myndir þá eru þær hér.