VALMYND ×

Vel heppnuð árshátíð

Á annað hundrað manns komu á tvær sýningar nemenda á Emil í Kattholti í gær og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna. Nemendur stóðu sig allir með prýði og voru skóla, foreldrum og samfélagi til mikils sóma. Að sýningu lokinni var diskó fram eftir nóttu og það voru sælir, sveittir og þreyttir nemendur sem héldu heim á leið eftir frábæran dag.

 

Myndir frá deginum má skoða hér og leikskrá aðgengileg hér.

 

Skólinn þakkar Víkingi Kristjánssyni kærlega fyrir frábæra leikstjórn og Klofningi fyrir að styrkja sýninguna okkar rausnarlega.