VALMYND ×

Vertu næs

1 af 4

Eldri hópurinn okkar fór á Ísafjörð á kynningu á Vertu næs sem er herferð sem Rauði krossinn er í. Þar eru landsmenn hvattir til að koma fram við náungann af virðingu sama hvaðan viðkomandi er. Meðal þess sem rætt var um var fordómar og þá sérstaklega duldir fordómar og muninn á samlögun við samfélag og samþættingu við það. Nemendur voru að vanda prúðir og ferðin heim og hádegishlé fóru í umræður um þessa skemmtilegu kynningu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.