VALMYND ×

Viðtöl og vikan

Nemendur hafa í liðinni viku og í dag mætt til umsjónarkennara í markmiðsviðtöl. Þar ræða foreldrar, nemendur og kennari komandi vetur og áherslur sem þau vilja í sameiningu leggja áherslu á.
Við ætlum að nýta okkur góða veðurspá og vera mikið úti í vikunni. Skólinn byrjar 08:00 og eru allir nemendur búnir 12:30. Mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri, vel nestaðir og tilbúnir í útiveru. Við förum í gönguferðir, leiki og berjamó svo eitthvað sé nefnt. Á föstudag verður svo ratleikur, sund og grill.
Við hlökkum til að hitta ykkur aftur og njóta góða veðursins með ykkur.