VALMYND ×

Vikan 25.febrúar - 1.mars

Örugglega lengsti plastpoki í heimi.
Örugglega lengsti plastpoki í heimi.
1 af 3

Þessi vika hefur verið mjög skemmtileg hjá okkur, eins og raunar flestar vikur.  Við höfum rætt niðurstöður nemendaþings með nemendum og þeir hafa margar góðar tillögur um skólastarfið eins og búast mátti við.  Elstu nemendur mega núna vera inni í seinni frímínútum og dans verður valkvæður næstu fjórar vikurnar.  Þetta mun smá koma inn hjá okkur eftir því sem lausnir finnast en mestu máli skiptir að nemendur finna að þeir hafa rödd og geta haft áhrif á skólastarfið. Annað sem við ræddum var hugmyndin um símalausan dag. Nemendur á unglingastigi tóku henni mjög vel, enda hafa þeir allir ipad til að vinna skólaverkefni svo við erum ekki að tala um minni notkun á tækni í námi.  Niðurstaðan úr þeim samræðum var að byrja með að prófa einn símalausan dag í viku og varð miðvikudagur fyrir valinu. 

Nemendur á yngsta stigi gerðu náttúrufræðitilraun með lengsta plastpoka í heimi, það var mikil gleði eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Hápunktur vikunnar var svo foreldrafundurinn á þriðjudaginn.  Við í skólanum erum sérstaklega þakklát fyrir góða mætingu og þátttöku í samræðunum um hvernig við getum saman skapað börnunum okkar sem best námssamfélag, það er ljóst að foreldrasamfélagið hér á Suðureyri lætur sér annt um skólann sinn.  Ég er búin að taka saman niðurstöðurnar og mun senda þær í mentorpósti á ykkur svo þið getið líka skoðað þær  Mig langar að athuga hvort ég get sameinað eitthvað til að koma niðurstöðum hvors hluta fyrir á einu blaði.  Það kemur í ljós síðar.  Niðurstöðurnar verða þýddar á pólsku og tælensku.

Að lokum minni ég svo á að í næstu viku eru aðeins tveir skóladagar hjá nemendum, mánudagur og þriðjudagur.  Á miðvikudag er starfsdagur og á fimmtudag og föstudag er vetrarfrí. Og allra síðast að það má svara skólapúlsinum fram á mánudag.

Kveðja

Jóna