VALMYND ×

Vorferðalag

1 af 2

Dagana 28. maí - 1. júní fóru 9. og 10. bekkur í vorferðalag. Við héldum til í sumarbústað á Flúðum og fórum í dagsferðir um Suðurlandið og líka til Vestmannaeyja. Við skoðuðum að sjálfsögðu Gullfoss, Geysi og Þingvelli eins og hinir ferðamennirnir sem voru staddir á Suðurlandinu.

Einnig fórum við á söfn og urðu fyrir valinu Eldfjallasetrið á Hovlsvelli, Eldheymar í Vestmannaeyjum, orkusýningin í Ljósafossstöð og Draugasetrið á Stokkseyri. Þetta voru allt mjög skemmtileg og gagnvirk söfn sem við mælum með að fólk skoði.

Mikið rok var flesta dagana þarna á Suðurlandinu og voru það viðbrigði fyrir okkur sem komum úr logninu hér á Suðureyri.