VALMYND ×

Vorferðir

 

Í dag fóru allir nemendur í vorferðir.

1. - 3. bekkur fór á Náttúrugripasafnið í Bolungarvík. Nemendur leystu þar verkefni af miklum áhuga. Síðan var farið á bókasafnið á Ísafirði þar sem þau fengu kynningu á sumarlestir. Að lokum var þeim boðið upp á ís sem vakti að sjálfsögðu mikla lukku.

4. - 6. bekkur fór til Ísafjarðar þar sem nemendur léku sér á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Nesti var borðað á silfurtorgi og svo fengu þau sér ís í eftirrétt á Hamraborg. Ferðinni var svo heitið á bókasafnið það sem nemendur fengu kynningu á sumarlestri. Áður en heim var farið var stoppað í fjárhúsinu og fjósinu í Botni og Birkihlíð. Nemendur fengu að fylgjast með nokkrum lömbum koma í heiminn áður en farið var heim.

7. og 8. bekkur fór ekki langt. Þau urðu eftir á Suðureyri. Spiluðu borðspil og borðuðu snakk. Fóru því næst í sjoppuna og fengu ís. Að lokum var farið í vatnsstríð með vatnsbyssum, vatnsblöðrum og öðrum tiltækum leiðum með það fyrir markmið að bleyta hvort annað eins og hægt er.

9. og 10. bekkur fór í heimsókn á slökkvistöðina á Ísafirði og í Fánasmiðjuna. Þar var tekið vel á móti þeim og þau settust svo á kaffihúsinu Húsinu og fengu sér eitthvað góðgæti áður en haldið var heim á leið.

 

Myndir frá ferðinni má skoða hér.