Nemendaráð
Í Grunnskólanum á Suðureyri er starfrækt nemendaráð sem skipað er öllum nemendum í 8. - 10. bekk, nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kýs nemendaráðið í stjórn og í henni sitja; formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari.
Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Tveir fulltrúar nemenda eru áheyrnafulltrúar nemenda í skólaráði.
Stjórn nemendaráðs Grunnskólans á Suðureyri skólaárið 2023 - 2024
Formaður: Marcin Anikiej
Ritari: Adam Smári Unnsteinsson
Gjaldkeri: Daníel Stefán J. Górecki
Meðstjórnendur: Sverrir Rafn Valsson og Jóhann Kári Bjarnason