Jólaíþróttaleikarnir
Í dag voru jóla íþróttaleikar hjá okkur. Nemendum var skipt í fjögur lið og keppt var í fótbolta, körfubolta, skotbolta, reipitogi og dýnuleik. Það var unglingastig sem skipulagði þennan skemmtilega dag. Allir tóku þátt og skemmtu sér vel.
Á morgun eru litlu jólin hjá okkur en þá mæta nemendur kl:9:00 og við verðum til 11:30.
Skólahald hefst aftur á nýju ári þriðjudaginn 6. janúar kl:10:00.
Vil minna ykkur á sýninguna í Safnahúsinu á Ísafirði, Jólin koma.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þig njótið jólahátíðarinnar með ykkar nánustu.
Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Grunnskólans á Suðureyri