VALMYND ×

Grunnskólinn á Suðureyri

Árið 1908 að fyrsti skólinn á Suðureyri reistur, en hann var byggður í kjölfar þess að lög um skólaskyldu voru sett árið 1907. Þetta fyrsta skólahúsnæði samanstóð af tveimur kennslustofum auk áhaldaherbergis. Skólinn fékk strax nauðsynlegustu kennslutæki og áhöld ásamt orgeli.

Áður höfðu Súgfirðingar lítillar menntunar notið utan þess að farandkennarar höfðu verið í Súgandafirði fyrir og um aldamótin 1900, en sú kennsla fór að mestu fram inn á heimilum fólks. Einnig voru dæmi þess að efnameiri menn fengu heimiliskennara fyrir börn sín.

Friðrik Hjartar var fyrsti kennari við hinn nýja skóla á Suðureyri og var hann skólastjóri skólans allt til ársins 1932.

Árið 1958 var nýtt og stærra skólahúsnæði tekið í notkun og leysti það gamla húsið af hólmi, en það var orðið lélegt. Árið 1983 var tekin í notkun viðbygging við skólann og var það helmings stækkun á skólanum. Í þessari stækkun eru verkgreinastofur fyrir smíði, hússtjórn og hannyrðir. Einnig er þar góð aðstaða fyrir kennara. Síðan hefur verið komið upp bókasafni og skólinn er með sérstaka tölvustofu.

Í janúar 2006 var vígt nýtt glæsilegt íþróttahús sem er sambyggt skólahúsinu. Innangegnt er milli skóla, íþróttahúss og sundlaugar sem vígð var 1994. Búningsaðstaða er sameiginleg fyrir íþróttahús og sundlaug. Nemendur skólans koma frá Suðureyri og sveitinni þar í kring. Suðureyri tilheyrir Ísafjarðabæ.

 

Skólastjórar frá upphafi skólans:

2021-       Hrönn Garðarsdóttir

2018 - 2021   Jóna Benediktsdóttir

2015 – 2019 Þormóður Logi Björnsson

2012 – 2015 Snorri Sturluson

1993 – 2012 Magnús S. Jónsson

1992 – 1993 Brynja Blumenstein

1979 – 1992 Magnús S. Jónsson

1978 – 1979 Þórey Eiríksdóttir

1970 – 1978 Ólafur Þ. Þórðarsson

1969 – 1970 Guðmudur Friðgeirsson

1965 – 1969 Þorbjörn Á. Friðriksson

1956 – 1965 Jón Kristinsson

1954 – 1956 Séra Jóhannes Pálmason

1953 – 1954 Halldór Þórarinsson frá Vatnsfirði

1947 – 1953 Aðalsteinn Hallsson

1945 – 1947 Jón G. Guðjónsson

1943 – 1945 Þorsteinn Matthíasson

1938 – 1943 Guðmundur Daníelsson

1932 – 1938 Friðbert Friðbertsson

1908 – 1932 Friðrik Hjartar

 

Skipulag skólastarfs

Einkunnarorð Grunnskólans á Suðureyri

Ástundun, árangur, ánægja

Grunnskólinn á Suðureyri starfar samkvæmt Grunnskólalögum nr. 91/2008, Aðalnámskrá grunnskóla 2011 og skólastefnu Ísafjarðarbæjar með gildin; virðing, ábyrgð, metnaður og gleði að leiðarljósi.

 

Stefna Grunnskólans á Suðureyri er að:

  • fylgja markmiðum aðalnámskrár grunnskóla og námsmarkmiðum hennar eftir því sem kostur er
  • leggja áherslu á að fylgja skólastefnu Ísafjarðarbæjar varðandi hina ýmsu þætti skólastarfsins
  • koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda eins og kostur er
  • skólinn sé öruggur og aðlaðandi vinnustaður fyrir nemendur og starfsfólk þar sem þeim líður vel
  • skapa nemendum þær námsaðstæður sem nýtast þeim sem best til að þroska hæfileika sína og ná sem bestum árangri í námi
  • vekja áhuga nemenda á námi og efla sjálfsvirðingu þeirra
  • í skólanum ríki góður starfsandi þ.e. að samvinna nemenda og starfsfólks sé sem best
  • vinna að góðum samskiptum skóla og heimila
  • nemendur borði hollan og góðan mat
  • stuðla að aukinni hreyfingu nemenda