VALMYND ×

Á morgun

 Ágætu nemendur og foreldrar

Nú eru skrýtnir tíma og við höfum ekki áður lent í því að þurfa að skipuleggja nám nemenda án þess að mega hitta þá til að leiðbeina um einstök atriði en þetta er staðan sem við verðum að vinna með núna.

Á morgun mun starfsfólk skólans ,,hittast" og gera áætlanir um hvernig er hægt að hafa hlutina næstu tvær vikur á meðan á hertu samkomubanni stendur. Nemendur eiga því ekki að koma í skólann á morgun.  

Það þarf að finna út hvaða gögnum þarf að koma á hvern nemendahóp og hvernig er best að gera það.  Einnig hvernig kennarar geta verið í sambandi við nemendur.  Þetta er einfaldast hjá unglingunum þar sem þar voru allir búnir að setja upp zoom-fjarfundarappið og eru með ipadana heima en aðeins flóknara hjá öðrum nemendahópum en við munum finna einhverjar lausnir á því að vera í sambandi við alla.

Lögð verður áhersla á halda uppi námi með einhverjum hætti hjá öllum aldurshópum meðan á þessum takmörkunum stendur. Frekari upplýsingar verða sendar út seinni partinn á morgun.

Það geta allir verið duglegir að lesa og hreyfa sig og það er mjög góð þjálfun bæði fyrir huga og líkama.

Kveðja

Starfsfólk grunnskólans.