VALMYND ×

Fréttir

Árshátíð Grunnskólans á Suðureyri

1 af 2

Nú eru æfingar á fullu fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 15. mars. Það verða tvær sýningar og byrja þær stundvíslega kl. 17:00 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Í ár flytja nemendur Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner.

 

Nemendur mæta stundvíslega kl: 09:00 út í félagsheimili á fimmtudaginn. Eftir rennsli fara nemendur heim og hvíla sig fyrir sýningarnar. Nemendur mæta aftur stundvíslega út í félagsheimili  kl: 16:30 fyrir fyrri sýninguna og kl: 19:30 fyrir þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 21:30 hjá yngri (1. - 4.) og 22:30 hjá eldri (5. - 10.).Nemendur fá að sofa aðeins lengur daginn eftir þennan annasama dag og því er mæting kl: 09:40 á föstudaginn.

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Styttist í skólahreysti

Sameiginlegt lið Suðureyrar og Súðavíkur tekur þátt í skólahreysti þann 21. mars.

Stífar æfingar hafa verið undanfarið og Súgfirðingar farið í heimsókn til Súðvíkinga og þeir komið til okkar.

Við stefnum á að keyra suður 20. mars gista eina nótt. Taka þátt í keppninni og keyra svo vestur aftur eftir keppni.

Mikil tilhlökkun er meðal keppenda en liðið verður kynnt nánar síðar.

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fer fram í Hömrum á Ísafirði þriðjudaginn 13. mars kl 17:00.

 

Tveir nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri taka þátt að þessu sinni. Stefán og Svanfríður komust áfram í undankeppni sem haldin var nýverið og erum við því með tvo flotta fulltrúa í keppninni í ár. Við hvetjum áhugasama til að mæta og fylgjast með.

Matseðill 5-9.mars

Mánudagur

Hakksúpa, brauð, ávextir

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Gúllas, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Kjötfarsbollur, kartöflur, grænmeti og ávextir

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Bíókvöld

Pixabay
Pixabay

Í kvöld, þriðjudag 27. febrúar verður bíókvöld í skólanum.

Krakkar í 1. - 4. bekk geta mætt kl. 17:00, bíóinu lýkur svo kl. 19:00.

Krakkar í 5. - 10. bekk geta mætt kl. 19:00 og bíóinu lýkur svo kl. 21:00.

Verð 300 kr.

Ekkert gos eða nammi, einungis mæta með góða skapið :)

 

                                        Kveðja,

                                        Nemendaráðið

Upplestrarkeppni hjá 7.bekk

1 af 3

Fimmtudaginn 22.febrúar var haldin upplestrarkeppni 7.bekkinga hér í Grunnskólanum á Suðureyri. 11 nemendur úr 7.bekk á Grunnskólum Þingeyrar, Önundarfjarðar og Suðureyrar öttu kappi og var dómnefnd skipuð einvalaliði Súgfirðinga þeim Þóru Þórðardóttur og Kristínu Ósk Egilsdóttur. Yfirdómari var Guðrún Birgisdóttir. Keppnin tókst með eindæmum vel og voru þrír nemendur valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hömrum þann 13.mars næstkomandi. 

Við hér í grunnskólanum erum svo lánsöm að tveir okkar nemenda komust áfram í Stóru upplsestrarkeppnina, þau Stefán Chiaophuang og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir. Nemandi í Grunnskóla Önundarfjarðar komst einnig áfram, Sylvía Jónsdóttir. 

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni. 

 

Matseðill 19-23. febrúar

Mánudagur

Grjónagrautur, brauð með eggi, grænmeti, ávextir

Þriðjudagur

Gúfusoðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, ávextir

Miðvikudaur

Tortilla með hakki, grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, salat, ávextir

Föstudagur

Karrí kjuklingur, nuddlur, ávextir

 

VERÐI YKKUR Á GÓÐU

Lestrarsprettur

Nú er lestrarsprettur hafin hjá nemendum í 1. - 4. bekk. Markmiðið er að hver nemandi lesi að lágmarki 30 mínútur á dag bæði heima sem og í skóla. Nemendur stefna á að lesa um 10.800 mínútur á tímabilinu en því lýkur 16. mars. Að þessum spretti loknum munu nemendur gera  sér glaðan dag en þau eru búin að velja hvað það er.

Löng helgi

Á morgun miðvikudag er starfsdagur og síðan taka við tveir vetrarfrís dagar. Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 19. febrúar. Góða helgi.

Búningadagur

Á morgun þriðjudaginn 13. febrúar verður búningadagur í skólanum. Við hvetjum alla til þess að mæta í búningi.

kveðja, nemendaráðið